Hvað er jarðtenging ?
20. nóvember 2022
Jartengingu má nálgast bæði á huglægan hátt og efnislegan hátt.
Þegar talað er um huglægan hátt, þá er átt við jarðtenginu t.d. með hugleiðislu þar sem við sjáum fyrir okkur rætur vaxa neðan úr iljum okkar og grafa sig svo niður í gegnum öll lög jarðarinnar alveg að innsta kjarna. Þar sem við vefjum rótum okkar nokkra hringi utan um innsta kjarna móður jarðar. Við sjáum svo kjaran fyrir okkur senda okkur góða orku sem flyst yfir í rætur okkar og berst okkur alla leið upp og inn um iljar okkar og þaðan um allan líkama okkar. Flestir mæla með huglægri jarðtengninu áður en farið er í djúpa hugleiðislu en auðvitað finnur hver og einn sína leið hvað það varðar. En með því að jarðtengja sig með þessum hætti áður en farið er í hugleiðislu þá er viðkomandi bæði að setja upp ákveðna vernd og sækja sér styrk.
Einnig er hægt að jarðtengja sig með efnislegum hætti þar sem húð okkar snertir jörðina með beinum hætti. Það gerum við meðal annars þegar við gögnum berfætt í grasi, á strönd, vöðum í ám eða vatni. Föðmum tré eða vinnum hanskalaus í garðinum.Með þessari beinu snertingu við jörðina hleður líkaminn inn neikvæðum jónum frá jörðinni en flest erum við ofhlaðin af jákvæðum jónum sem við fáum úr öllum raftækjunum í kringum okkur og ef líkami okkar er ofhlaðin af jákvæðum jónum þá getur líkami okkar veikst. Með því að jarðtengja okkur með þessum hætti og sækja okkur neikvæðar jónir í náttúruna getum við komið á jafnvægi í líkamanum hvað þetta varðar. En jarðtenging getur meðal annars dregið úr bólgum, kvíða, stressi, þreytu og ýmiskonar verkjum.
Það að jarðtengja sig, hvort sem í hugleiðslu eða fara út í náttúruna og tengjast henni beint, þá kostar það ekki neitt.
Ég skora á þig að gefa þér leyfi til að prófa að jarðtengja þig einu sinni á dag í 1 viku i 20 mínútur að lágmarki í hvert skiptið og sjá hvort þú finnur einhvern mun á þér og sértaklega ef þú átt við eitthvað af eftirfarandi að stríða:
- Svefnleysi
- Kvíða / stress
- Þunglyndi
- Bólgur í líkama
- Verkir í líkama
- Hjarta- eða kransaæðasjúkdóm
- Liðagigt af einhverju tagi
- Einhverskonar sjálfsofnæmissjúkdóm
Ath. augljóslega er hér ekki um að ræða læknisfræðileg ráðgjöf að ræða heldur einungis ábending til þeirra sem eiga við eitthvað líkamlegt vandamál að stríða, að prófa hvort að jarðtenging geti hjálpað - það kostar nefnilega ekkert að prófa. 🙂
Til upplýsinga, þá er hægt að fara út í ullarsokkum þar sem ullin leiðir og mælt er með því að gera það að lágmarki 20 mínútur í einu.
Ef þú prófar, endilega leyfðu okkur að heyra hvað þér fannst.
Kærleikur & hlýja
Sólveig Ösp