Umsagnir um Þerapíuna

"Ég skráði mig í lærðu að elska þig prógramið hjá Sólveigu vegna þess að ég hafði lengi leitað að einhverjum sem gæti leiðbeint mér í sjálfsvinnu sem ég hafði áhuga á að fara í.

Ég sá auglýsingu á facebook og hugsaði að þarna gæti verið það sem ég hafði leitað að.

Aldrei hefði mig órað fyrir þeim breytingum sem ég finn á sjálfri mér og hugsunarhætti mínum einungis 3 mánuðum eftir að ég byrjaði hjá Sólveigu.

Mér líður svo margfallt betur á svo margan hátt. Ég næ að vera róleg í erfiðum aðstæðum og ég hef mun minni áhyggjur. Ég hef lært að taka ábyrgð á eigin lífi og eigin líðan en jafnframt hafa trú á að hið góða muni henda mig.

Mér líður alltaf einstaklega vel eftir tímana hjá Sólveigu. Ég geng út með bros á vör og hlýju í hjarta og full eftirvæntingar eftir því að takast á við þau verkefni sem hún setur mér hverju sinni.

Fólkið í kringum mig er farið að taka eftir breytingunni sem hefur orðið á mér að undanförnu og hef ég fengið spurningar um “ hvað ég sé eiginlega að gera” ég sé svo yfirveguð og jákvæð 😊

Ég hlakka til að halda áfram vegferðinni undir handleiðslu Sólveigar og halda áfram að læra að elska mig.

Elísabet"

"Þegar ég hóf námskeið hjá Sólveigu Ösp hafði ég tekið ýmis heillavænleg spor í lífinu mér til þroska og uppbyggingar svo það hafði átt sér stað ýmis sjálfsvinna. En sem betur fer hefur mér auðnast opið hugarfar og þegar ég sá þetta námskeið auglýst fann ég sterka löngun til að sækja það.

Ég gæti skrifað langa sögu en ætla að stikla á stóru og segja hreint út að ég stækkaði sem einstaklingur bæði inná við og út á við. Ég komst nær sjálfri mér og augu mín og hjarta mitt opnuðust uppfull af kærleika til mín sem aftur veitti mér aukinn kærleika í garð annarra.

Ég mæli hiklaust með að fara í þann leiðangur sem námskeiðið -lærðu að elska sjálfa þig-  býður uppá því þótt leiðin geti "legið um djúpan dal" er lærdómurinn og lífssýn sem bíður handan hans ómetanleg. 

Kveðja Íris Björg"

„Áður en ég byrjaði í námskeiðinu hjá Sólveigu var ég mjög dugleg að rífa sjálfa mig niður og hafði mjög litla trú á sjálfri mér. Í dag er ég orðin miklu sáttari við sjálfa mig eins og ég er og farin að standa meira með sjálfri mér. Ég er hætt að gagnrýna sjálfa mig fyrir það sem ég geri og hvernig ég er.

Ég er farin að hafa meiri trú á sjálfri mér, mér fannst ég alltaf þurfa að spyrja um leyfi heima hjá mér ef mig langaði að gera hluti, „er í lagi ykkar vegna að ég geri/fari ...“ var mjög algeng setning hjá mér. Í dag er ég orðin ákveðnari og ákveð hlutina sjálf án þess að þurfa að biðja um leyfi eða fá álit, setningin „ég er að fara...“ er orðin miklu algengari hjá mér.

Eftir því sem ég hef orðið sáttari og jákvæðari gagnvart sjálfri mér hefur heimilislífið orðið rólegra þar sem ég orðin rólegri og umburðarlyndari gagnvart dóttur minni og manni. 

Með þau verkfæri sem Sólveig hefur látið mig hafa í þessu námskeiði er ég bjartsýn á lífið framundan og að finna hvað manni líður betur andlega hefur hjálpað mér að fara að njóta lífsins meira og betur.

Þetta námskeið er algjörlega þess virði og mæli ég eindregið með því.

Inga Hallsteinsdóttir"