Umsagnir
"Ég var búin að reyna að vinna í jákvæðni og betri líðan sjálf í smá tíma áður en ég fór á námskeiðið en datt alltaf í sama far. Mig vantaði verkfæri og sjáanlegri æfingar. Mig langaði líka verða betri útgáfa af sjálfri mér til að vera betri mamma og kærasta. Með æfingunum og hvatningu tókst mér smátt og smátt að ná betri stjórn á hugsunum mínum. Ég er enn mannleg og dett í neikvæðar hugsanir en ég finn að þær koma sjaldnar og ég er flinkari að bægja þeim frá. Ég er líka duglegri að hrósa sjálfri mér. Þegar mér líður betur á ég auðveldara með að færa börnunum mínum og öðrum í kringum mig gleði. Ég mun án efa leita aftur í æfingarnar seinna til að taka upprifjun og æfa mig enn meira. Takk fyrir mig. "
Móðir á námskeiðinu “Ég og barnið mitt – tengslamyndun fyrstu mánuðina.”
”
"Námskeiðið hjálpaði mér að komast af stað með að vinna í sjálfri mér og minnti mig á mikilvægi þess að leggja sig fram við að tengjast barninu sínu strax frá upphafi. Það var gott að ræða við Sólveigu og ég fann einlægan vilja hjá henni til að vilja hjálpa manni".
Móðir á námskeiðinu “Ég og barnið mitt – tengslamyndun fyrstu mánuðina.”