Um Þerapíuna

Þerapían Lærðu að elska þig er einstaklings námskeið í formi samtalsþerapíu sem fer með þig í stórkostlegt ferðalag þar sem þú upplifir nýja lífsýn og nýjan skilning. Hún færir þig djúpt inn á við og í mikla innri sjálfsskoðun. Hún hjálpar þér að tengjast sjálfri/sjálfum þér og þínu innsæi betur, að sjá og finna þinn eiginn styrk, þitt eigið virði o.m.fl. 

Á þessu magnaða ferðalagi færðu í hendurnar fjölmörg tæki og tól, mest í formi verkefna og æfinga sem eru til þess ætluð að hjálpa þér að takast á við lífið og hinar ýmsu áskoranir sem það getur haft. 

En eins og með flest í lífinu uppskerum við eins og við sáum. Með öðrum orðum - þá fer það eftir þér hversu mikið þú færð út úr þessu ferðalagi. Ef þú ert tillbúin/n í þessa vinnu og vinnur verkefnin og æfingarnar vel sem þú færð með þér heim á milli tímanna, getur þú ekki annað en breytt lífi þínu til hins betra á svo margan hátt.

Því meiri vinnu sem þú leggur í verkefnin og æfingarnar, því meira færðu út úr þeim.

Námskeiðinu er skipt niður á 12 skipti þar sem við hittumst ca. 1 sinni í mánuði í 90 mínútur í senn og stendur því námskeiðið yfir að jafnaði í 9-11 mánuði.

Smelltu hér til að panta 30 mín. kynningartíma á einkanámskeiðið. 

Smelltu hér til að skoða verð.

Hvað er að elska sig ?

  • Hvernig kemur þú fram við sjálfa/n þig?
  • Talar þú og hugsar fallega til þín?
  • Stendur þú með þér þegar þú átt erfitt?
  • Ertu þín besta vinkona eða þinn besti vinur?
  • Sýnir þú þér skilning, hlýju, samkennd og kærleika?
  • Samþykkir þú sjálfa/n þig eins og þú ert, með öllum þínum kostum og göllum?

Okkur er öllum ætlað að elska okkur sjálf skilyrðislaust. Án allra takmarkana og við erum öll stórkostleg eins og við erum, sum eða flest okkar lærum því miður annað snemma á lífsleiðinni. Sum okkar höfum jafnvel andúð á okkur sjálfum. 

Gefðu þér leyfi til að læra að elska þig og njóta þess að vera með þér. Þú ert eina manneskjan sem þú ert alltaf með, allt þitt líf - leyfðu þér að fara í gegnum lífið í sjálfsást þar sem þú sýnir þér umburðalyndi, kærleika, skilning og hlýju.

Þar sem þú stendur méð þér og ert til staðar fyrir þig, alltaf, alla daga, allstaðar, alveg sama hvað. 

"ÉG ELSKA MIG ALLTAF, ALLA DAGA, ALLS STAÐAR, ALVEG SAMA HVAÐ."

Hjá flestum okkar hefst innra niðurrif í æsku en þegar við fæðumst og sem pínulítil börn elskum við okkur sjálf skilyrðislaust og án allra kvaða. Síðan vill sú sjálfsást kvarnast af okkur eftir því sem við eldumst, mörg okkar lærum að setja þarfir annarra í fyrsta sætið og að aðrir skipti meira máli. Þetta fáum við í gegnum umhverfið okkar, þeim sem við ölumst upp með og af samfélaginu. Þetta kemur til okkar í formi trúar á okkur sjálfum sem er neikvæð með einhverjum hætti sem festist svo í undirmeðvitund okkar og býr þar til við vinnum með það. 

Oftast er það þannig að það er enginn sem ætlar að koma þessum neikvæðu tilfinningum eða trú að hjá okkur um okkur sjálf og þeir sem eru í kringum okkur þegar við erum börn vilja í langflestum tilfellum okkur vel. En því miður, er það ekki alltaf þannig.

En allt sem við höfum lært, hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað, getum við aflært og við getum líka lært nýja hluti og búið okkur til nýja trú, eins og að elska okkur sjálf.

Lífið verður allt svo mikið betra á svo margan hátt þegar við elskum okkur sjálf.

Okkur líður betur þegar við elskum okkur sjálf, það verður allt auðveldrara, við eigum einnig auðveldara með að gefa af okkur til annarra og það verður líka auðveldara fyrir aðra að elska okkur, því þegar við elskum okkur verður auðveldara fyrir að hleypa ástinni og kærleikanum að okkur sjálfum.

Fyrir hverja er Þerapían ?

Þerapían Lærðu að elska þig er fyrir alla, alveg sama á hvaða stað þú ert í lífinu. Hún hefur hjálpað fólki sem var komið á „botninn“ í sínu lífi en líka þeim sem líður vel og finna sig í sátt en vilja efla sig á einhvern hátt, öðlast meiri og dýpri tengingu við sitt innra, fara enn dýpra í sína sjálfsvinnu, vilja meiri vöxt eða styrkja sig og sitt líf á einhvern hátt.

Þegar ég sjálf kynnist fræðunum úr Þerapíunni Lærðu að elska þig og fór að átta mig á hversu mikil áhrif það hafði á mig að fara í gegnum Þerapíuna og að fá alla þá vitneskju og fróðleik sem í henni er, hvað mikið hafði breyttist hjá mér og í mínu lífi til hin betra á svo margan hátt. Ég man ég hugsaði: „þessu hefði ég viljað fá að kynnast sem barn“ og þar með fá öll þessi fræði fyrr inn í mitt líf. 

Þegar nemandinn er tilbúinn birtist kennarinn.

 

En ég trúi því að allt fari eins og því er ætlað að fara, ég trúi því að ég hafi ekki verið tilbúin í þessa vinnu fyrr en ég fór í hana. Hvorki fyrr né seinna. 

 

Þerapían Lærðu að elska þig er fyrir þig ef þú vilt:

  • Þekkja sjálfa þig betur.
  • Tengjast þér betur.
  • Hlusta á og fylgja þínu hjarta betur.
  • Öðlast betri líðan. 
  • Tengjast þínu innsæi betur og fylgja því.
  • Finna hvað það er sem þig langar að gera í lífinu.
  • Efla sjálfstraust þitt og sjálfsvirði.
  • Auka þitt eigið sjálfsmat.
  • Öðlast jákvæðara hugarfar.
  • Vera meira í þakklæti.
  • Skilja sjálfa/n þig og lífið betur.
  • Hækka orkuna þína.
  • Finna fyrir meiri gleði.
  • Eiga betri samskipti við fólkið í kringum þig.
  • Vera jákvæðari, bæði gagnvart þér og öðrum.
  • Taka ábyrgð á eigin lífi.
  • Treysta sjálfri/sjálfum þér.
  • Vera hamingjusamari.
  • Finna fyrir öryggi.
  • Standa með þér.
  • Minnka kvíða.
  • Öðlast meiri innri ró.
  • Finna þína drauma.
  • Lifa þínu drauma lífi. 
  • Losa þig við meðvirkni.
  • Losa þig við byrgðar fortíðarinnar.
  • Sjá hversu magnaður og stórkostlegur einstaklingur þú ert.
  • Elska þig án skilyrða.

Hvaðan kemur Þerapían Lærðu að elska þig ?

Þerapían Lærðu að elska þig var samin af þerapistanum Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttir árið 2010 og síðan þá hefur Þerapían þróast í þá mynd eins og hún er kennd í dag. Skv. Ósk, höfundi hennar, er Þerapían byggð á 80% vísíndum og 20% andlegum málefnum, efnið í Þerapíunni er meðal annars byggt á fræðum sem kennd eru í Institute of Noetic Sciences (IONS) í Bandaríkjunum.

Þerapían hefur hjálpað fjölda manns (fleiri hundruðum ef ekki þúsundum) að verða besta útgáfan af sér og komast á betri stað í sínu lífi, bæði hvað varðar hið innra og ytra líf. 

Hvernig fer Þerapían Lærðu að elska þig fram ?

Þerapían er 12 skipti og tekur  9 – 11 mánuði.

Af hverju svona lengi ?

Það tekur oftast tíma að gera rótækar breytingar á lífi sínu og til að gera það þarftu að breyta því hvernig þú hugsar, brjóta upp gömul hugsanamynstur og gamla vana sem þjóna þér ekki lengur og vilt jafnvel losa þig við.
Hver tími í þerapíunni er  90 mínútur nema um annað sé samið og er hist í persónu eða í gegnum Zoom, allt eftir því hvað hentar þér. Hist er á ca. 3ja vikna fresti nema um annað sé samið og á milli tímanna færð þú verkefni / æfingar til að taka með þér heim á milli og vinna.

Fyrir þá sem eru að ganga í gegnum erfiða tíma er mælt með að hafa tímana styttri og jafnvel hafa styttra á milli þeirra.

Auk verkefnanna og æfinganna sem þú færð á milli tímanna, færðu meðal annars ábendingar um bækur, hljóðvörp, myndbönd, bíómyndir og annað tengdu þínu ferðalagi.

Gefðu þér leyfi til að setja þig í fyrsta sætið og bókaðu tíma í 30 mínútna kynningartíma.

Til að bóka eða skoða verð, getur þú smellt hér.

Nánar um verkefnin og tímana 12

  1. Jákvæð lýsingarorð:  Með þessu verkefni eykst meðvitund þín um þig og þínar hugsanir. Sýn þín á sjálfri/sjálfum þér breytist og sjálfstraust þitt vex. 
  2. Hrós: Þetta verkefni hjálpar þér að verða ánægðari með þig á svo margan hátt. Þú ferð að gefa meira af þér til þín og annarra í kringum þig. 
  3. Að elska…: er verkefni sem færir þig í meiri núvitund og hjálpar þér að auka meðvitund þína enn meira varðandi sjálfa/n þig og þitt líf. Einnig hjalpar það þér að sjá hversu dásamlegt og fallegt lífið getur verið, jafnvel í hinum smærstu hlutum. 
  4. Kennararnir: Í þessu verkefni skoðar þú kennarana í þínu lífi. Það hjálpar þér að sjá að þú ert leikstjórinn í þínu eigin lífi, að þú getur tekið valdið þitt til þín aftur ef þú hefur afhent það einhverjum öðrum. Að allt sem kemur inn í þitt líf er ekki komið til að meiða þig eða særa þig, heldur er komið inn í þitt líf fyrir þig, til að hjálpa þér á einn eða annan hátt. 
  5. Fyrirgefning: Er verkefni sem hjálpar þér að losa um og létta á þínum bakpoka sem er misfullur af sárum fortíðarinnar. Þetta er verkefni sem hjálpar þér að losna úr þeim höftum sem fortíð þín hefur haft á þér.
  6. Þakklæti: Í þessu verkefni kynnist þú þakklæti af öðrum hætti en þú hefur líklega hingað til gert. Þetta verkefni hjálpar þér að mæta því sem er erfitt og óþægilegt í þínu lífi. 
  7. Innsæi: Er verkefni sem hjálpar þér að tengjast þér og þínu innsæi betur. Hjálpar þér að hlusta betur og fylgja betur þínu innsæi en þú hefur áður gert. 
  8. Spyrjum spurninga og fáum svör: Hér æfir þú þig enn betur í að tengjast þínu hjarta, þínu innsæi og þeirri alheimsvisku sem býr innra með þér. Svörin við öllum þínum spurningum búa nú þegar innra með þér. Þetta verkefni hjálpar þér að tengjast, skoða og lesa betur úr þeim svörum. 
  9. Öfugt: Skemmtilega öfugt verkefni sem hjálpar þér að finna þinn styrk og vera trú/r þér. 
  10. Yfirferð: Í þessu verkefni skoðar þú það sem hefur breyst í þínu lífi frá því að þú byrjaðir í Þerapíunni og hvort þú viljir gera fleiri breytingar hjá þér  eða í þínu lífi á einhvern hátt. 
  11. Aftur eða dýpra: Hér skoðar þú hvort það er eitthvað sem þú vilt mastera betur, fara dýpra eða meira í.  
  12. Útskrift: Til hamingju með þig og nýja lífið þitt.

ATH. Hvað verkefnin varðar, þá þurfa sumir nemendur að taka sama verkefni tvisvar eða oftar en það fer algjörlega eftir því hversu vel nemandinn vinnur verkefnin hverju sinni. Kennari og nemandi meta það í samráði hverju sinni (kennari ákveður það aldrei án samþykkis nemanda). Ef til þess kemur, getur það orðið til þess að bæta þarf tímum við þessi 12 skipti svo nemandinn fái öll verkefnin sem námskeiðið inniheldur. 

Hér finnur þú upplýsingar um verð á stökum tíma og á námskeiðinu í heild.