Hvað er mantra ?

23. nóvember 2022

Flest höfum við heyrt talað um möntru eða möntrur og það geti hjálpað okkur að fara með möntrur. 

Mantra er staðhæfing sem er farið með oft, því þegar mantra er sögð aftur og aftur, þá mun hún að lokum verða partur af okkur. 

Staðhæfing getur bæði verið jákvæð og neikvæð. Því miður fara flest okkar með neikvæðar staðhæfingar ómeðvitað á hverjum degi og oftar en ekki í eigin garð. 

Þegar við förum með staðhæfingu, þá viljum við fara með jákvæða staðhæfingu og gera það meðvitað. Því hvort sem við gerum það meðvitað eða ómeðvitað þá er hugur okkar og undirmeðvitund alltaf að hlusta. 

Vertu því ávallt vakandi fyrir því hvernig þú talar og hugsar til þín, því þú ert alltaf að hlusta. Talaðu fallega til þín og hugsaðu jákvætt til þín. 

Í hvert skiptið sem þú segir "ÉG ER..." segðu þá alltaf eitthvað fallegt, jákvætt eða hvetjandi. Því orð eru máttug og hafa áhirf, leyfðu þér að vanda þig og vera vakandi fyrir því hvernig þú talar og hugsar til þín. 

Ein af mínum fyrstu og uppáhalds möntru er þessi:

"Ég er örugg, ég er yfirveguð, ég er róleg og ég er glöð."

Megir þú eiga dásamlegan dag elsku þú. 

Kærleikur & hlýja

Sólveig Ösp

 

Viltu skilja eftir skilaboð við þessa grein?

Takk fyrir. Skilaboð þín munu verða yfirfarin.