
Nærandi tími fyrir mig...
Greiða fyrir 1 skipti
-
Brattakinn 24
,Brattakinn 24
220 Hafnarfjörður
Ísland8444889
Heilsueflandi og gefandi námskeið fyrir konur (60 ára +)
-
Ef þú upplifir að þig vanti að gera eitthvað fyrir sjálfa þig, þá gæti þetta verið það sem þú leitar að!
-
Um er að ræða heilsueflandi og gefandi námskeið fyrir konur sem eru komnar á lífeyrisaldur eða nálgast hann.
-
Ef þig langar að efla þig á einhvern hátt, heila eitthvað innra með þér, finna innri ró, hitta aðrar skemmtilegar konur á svipuðum stað og þú eða einfaldlega bara hafa gaman og njóta enn meira, þá er þetta námskeið fyrir þig.
-
Mig hefur lengi langað til að skapa vettfang fyrir konur sem eru að nálgast lífeyrisaldurinn eða eru þegar komnar þangað og er ástæðan einfaldlega sú að mér hefur fundist slíkt vanta.
-
Vegna fjölda fyrirspurna sem ég hef fengið um smærri námskeið og þá einna helst um námskeið fyrir konur á þessum aldri, hef ég ákveðið að bjóða uppá þetta heilsueflandi og gefandi námskeið.
-
Hist er einu sinni í viku (eða tvisvar fyrir þær sem vilja). Einnig er hægt er að kaupa stakan tíma.
-
Hvert tími er 90 mínútur í senn og hámarks fjöldi í hverjum tíma eru 10 konur.
-
Stakt skipti 5.000 kr.
1 mánuður 15.900 kr. (4 skipti)
3 mánuðir 39.900 kr. (12 skipti)
-
Tímarnir eru tvisvar í viku og getur þú valið að mæta í annan hvorn tímann, á þriðjudögum kl. 10.00 – 11.30 eða fimmtudaga kl. 10.00 til 11.30 og vina ég að annar hvor þessara tíma henta þér.
-
Námskeiðið hefst þriðjudaginn 1 nóv. 2022. Staðsetning námskeiðsins er í 220 Hafnarfirði, nánari upplýsingar fást við skráningu.
-
Meðal þess sem við gerum í tímunum er að:
• Skapa kærleiksríkan, friðsælan og notalegan stað þar sem þú upplifir þig í traustu og öruggu umhverfi.
• Eiga notalegar stundir saman og flesta tímana munum við byrja á smá hugleiðslu.
• Gera öndunaræfingar og jarðtengja okkur.
• Förum hringinn og hver og ein fær tækifæri til að tjá sig eða deila með hópnum sé það eitthvað sem hún vill deila með honum.
• Gera æfingar sem ætlaðar eru til að styrkja þig, hvetja og efla.
-
Auk þess færðu ýmsan fróðleik með þér heim eftir hvern tíma.
-
Hvort sem þú býrð ein eða með maka, ert enn að vinna eða komin á aldur - en langar að efla þig og styrkja á einhvern hátt, þá gæti þetta verið það sem þú ert að leita að.
Hér má finna viðburðinn á Facebook